Frakkar að misnota olympiuleikana?

Að gefa svona yfirlýsingar er misnotkun á olympíuleikunum.  þessir leikar eiga að vera lausir við þras og pólitískar þrætur..  þessir leikar eru ætlaðir til þess að stuðla að friði í framtíð. en ekki stuðla að ófrið í nútíð.    voðaleg vitleysa að vera troða sínu egoflippi upp á þetta.  held hann ætti að vera eins og almennilegur pólítikus fara á staðin kynnast kínverjum og reyna að ræða málin á staðnum en ekki vera stuðla að frekara sundurlyndi jarðarbúa.   Ég ber annars fulla virðingu fyrir frökkum en það geri ég líka fyrir kínversku þjóðinni. þetta er vanvyrðing við það sem þessir leikar standa fyrir... góðir hlutir gerast hægt... já drífðu þig á staðin herra Rama Yade,  og jafnvel fyrr en þú ætlaðir. Ræddu málin þar í góðu tómi við hina ýmsu menn.

mbl.is Frakkar setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Kínverjar fengu að halda leikanna með því skilyrði að mannréttindi yrðu bætt í landinu. punktur.

Þeir einu sem eru að vannvirða leikana eru ógnarstjórnin í Peking sem brytjar niður Tíbeta.  

Fannar frá Rifi, 5.4.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er gersamlega ósammála þér, Garðar. Með því að setja skilyrðin, er Sarkozy að þrýsta á Pekingstjórnina, sem nú á valið. Ég fæ ekki séð, að það komi niður á neinum íþróttamönnum, þótt Frakkar verði ekki við setningarathöfnina. Klisjan um að OL og pólitík eigi ekki saman gengur ekki, því að eins og Hitler reyndi að nota OL til að slá ljóma á Þriðja ríkið 1936, eins hyggjast Kínverjar fá mikið út úr OL nú í augum heimsins. Við eigum að standa fast á mannréttindum, eins og fylgir raunar Ólympíuandanum. Hvaða sómasamlega þenkjandi maður getur ekki í raun sætt sig við þetta (í fréttinni):

  • Þrennt yrðu Kínverjar þó skilyrðislaust að gera ef þeir vilji að Sarkozy mæti til setningarathafnarinnar:
  • „Láta af ofbeldisaðgerðum gegn íbúunum [í Tibet] og láta pólitíska fanga lausa; rannsaka atburðina í Tíbet undanfarið og hefja viðræður við Dalai Lama.“

Jón Valur Jensson, 5.4.2008 kl. 14:51

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Af hverju voru þá kínverskum yfirvöldum sett skilyrði frá Ólympíunefndinni sjálfri sem eru afar pólitísk, m.a. að bæta sig varðandi hina blóði drifnu sögu þeirra í mannréttindabrotum sem og aukið aðgengi fjölmiðla í Kína. Bæði þessi ákvæði hafa verið brotin. Eðlilegast væri að kínversk yfirvöld fengju á einhvern hátt að súpa seiðið af því að virða ekki þau skilyrði sem þeim væru sett. Ef þú hefur einhverjar tillögur um það Garðar þá kalla ég eftir þeim.

Skil reyndar ekki þessa alþjóða Ólympíunefnd að setja skilyrði en ekki neitt um afleiðingar. En reyndar minnir mig að hún hafi verið gegnsósa af spillingu þannig að það ætti svosem ekki að koma manni neitt á óvart. Eru ekki þessir Ólympíuleikar að fara til fjandans út af sífellt meiri ólöglegri lyfjatöku íþróttamanna?

Birgitta Jónsdóttir, 5.4.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Garðar Þór Bragason

kannski er bara tími til komin að uppfæra og  halda allra manna olympiuleika.  þar sem fatlaðir með vélar og skoppfætur taka þátt ásamt genabreyttum mönnum og lyfjanotkun er leyfð..   væri nú dáldið skondið ... halda þetta bara hérna á íslandi... væri nú gott fyrir þjóðarbúið.  gæti orðið góður sjónvarpsþáttur.       

1. þáttur myndi heita olympiueldinum stolið... svo bara höldum við honum við hér á íslandi til eilífðar nóns. gætum hent honum í heklu þegar hekla færi að gjósa.  Táknrænt. og uppfærum hann í nútíman.  gætum dreyft honum um allt landið. eitt olíuljós við friðarsúluna annað í grímsey og fleiri stöðum.

Garðar Þór Bragason, 5.4.2008 kl. 17:06

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Nei nú er ég ósammála þér Laissez.

Það er nefnilega rík hefð fyrir því að nota Ólimpíleikanna í Pólitískum tilgangi.

Þjóðir nota þá til að sína mátt sinn og meginn. Þýskaland Nasismans er gott dæmi um það. Síðan þegar Ólimpíuleikarnir voru haldnir í Munich þá voru Þjóðverjar að sína hinu nýju og betri hlið sína.

Japanir sýndu mátt sem sinn með því að halda leikanna hér í den.

Síðan á leikunum hafa fjölmargir notað tækifærið til þess að koma á framfæri pólitískum skilaboðum. Svörtu hlébarðarnir eru gott dæmi um það.

Síðan þegar Sovétríkin og Bandaríkinn neytuðu að mæta á Ólimpíuleika hjá hvorum öðrum. 

Það eru til fleyri dæmi en ég nenni ekki að rifja þau upp eða fletta þeim upp.  

Þannig að allt tal um ópólitíska Ólimpíuleika er eitthvað nýtt fyrirbæri og alls ekki í samræmi við söguna. 

Fannar frá Rifi, 5.4.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband